52. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021 kl. 09:04


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:04
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:04
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:04
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:04
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:04

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 51. fundar var samþykkt.

2) 506. mál - Fjarskiptastofa Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Pálmadóttir frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins, Jón Birgir Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands og Andrés Magnússon frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 534. mál - póstþjónusta og Byggðastofnun Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Pálmadóttir frá Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins, Jón Birgir Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands og Andrés Magnússon frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Fall Wow air hf. Aðkoma Samgöngustofu og Isavia ohf. Kl. 09:39
Bergþór Ólason lagði fram og nefndin samþykkti eftirfarandi bókun:

Umhverfis- og samgöngunefnd harmar að skýrsla Ríkisendurskoðanda um fall WOW air hafi ratað til fjölmiðla áður en ríkisendurskoðandi átti þess kost að koma á fund nefndarinnar til að kynna skýrsluna. Nefndin áréttar að mikilvægt er að trúnaður sé virtur.

Hlé var gert á fundi kl. 09:55-10:10.

5) 613. mál - loftferðir Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mætti Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 505. mál - ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 09:53
Framsögumaður málsins, Ari Trausti Guðmundsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið úr nefnd var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason með fyrirvara.

7) 690. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

8) 701. mál - áhafnir skipa Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

9) 705. mál - endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

10) 709. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

11) 707. mál - staðsetning vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

12) 708. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

13) 711. mál - loftslagsmál Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

14) 712. mál - umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

15) Önnur mál Kl. 11:01
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:06